UMSAGNIR

úr ýmsum áttum

Hlynur var ráðinn til að skemmta góðum hópi samstarfsfélaga í haustferð úti á landi.
Skemmst er frá því að segja að hann kom, sá og sigraði hópinn! Hlynur kann svo sannarlega að halda fjörinu á lofti og fær okkar bestu meðmæli.

Björn Heiðar Jónsson

Verkís

Við pöntuðum Hlyn Ben á starfsmannaárshátíð án þess að hafa heyrt í honum. Við erum fjölbreyttur hópur á breiðu aldursbili og samkvæmt umsögnum hér á síðunni virtist hann henta okkur vel.
Hann olli sko ekki vonbrigðum, reif upp stuðið og hélt fólki á dansgólfinu allan tímann.
Einu mistökin voru að bóka hann ekki allt kvöldið!

Guðrún Sesselja Sigurðardóttir

Árshátíð Seljaskóla

Við hjónin heyrðum fyrst í Hlyni Ben á Vitakaffi á Akranesi og kolféllum fyrir spilagleði og kröftugum söng hans. Þennan kraftmikla söngvara fengum við til að spila í 40 ára afmæli sem við vorum að halda.
Þvílíkur snillingur sem hann Hlynur er :)
Við vorum mörgum sinnum spurð hvar við höfum fundið þennan snilling, allir voru að fíla það sem hann spilaði og allir skemmtu sér konunglega.

Nanna Sigurðardóttir

Afmæli

Hlynur sá um brekkusönginn á Hafnardögum sem er bæjarhátíðin okkar í Þorlákshöfn.

Hann var algjörlega frábær! Náði að skapa stemmingu hjá öllum, ungum sem öldnum.

Mæli hiklaust með honum, þið verðið ekki svikin!

Katrín Ósk Sigurgeirsdóttir

Brekkusöngur

Þvílík stemning - þvílíkt stuð.

Hlynur Ben hélt uppi þvílíku stuði partýinu alveg frá fyrstu mínútu.

Það skapaðist svo frábær stemning og var allan tímann.

Ég - og allt partýið, mælum 100% með Hlyni Ben.

Mikill fagmaður frá a-ö !

Agnes Barkardóttir

Útskriftarveisla

Við fengum Hlyn til að halda ball (einn með gítarinn) fyrir Oddfellow.
Hann náði salnum rosalega vel frá fyrsta lagi og til að gera langa sögu stutta þá bókuðum við hann strax fyrir sama viðburð á næsta ári þegar ballið var búið.
Ef það eru ekki meðmæli þá veit ég ekki hvað.

Anna Björg Jónsdóttir

Oddfellow Reykjavík

Hlynur hefur unnið með okkur í nokkrum verkefnum bæði einn og með hljómsveit. Það er sama hvort um sé að ræða erlenda gesti eða íslenska hópa, alltaf nær hann að aðlaga sig að aðstæðum og mynda frábæra stemningu.

Sigríður Agnes Jónasdóttir

Verkefnastjóri hjá CP Reykjavík

Hlynur kom, sá og sigraði! Þvílík frammistaða hjá drengnum.
Ég fékk Hlyn til að koma í vorfögnuð í vinnunni minni, en aldursbilið er nokkuð breitt í þessum hópi, þ.e. fólk á aldrinum 18-65 ára og því vandmeðfarið að skipuleggja slíkan viðburð á þann hátt að hann hæfi sem flestum í hópnum. Hlynur mætti í lok vel heppnaðs dags, þar sem starfsmenn höfðu att kappi í ýmsum leikjum og þrautum. Ég hafði ákveðnar efasemdir um að Hlynur næði að brúa aldursbilið jafn vel og leikirnir höfðu gert fyrr um daginn. Hlynur hafði ekki lokið við að leika fyrsta lagið þegar þær efasemdir voru foknar út í veður og vind, slík var stemmningin. Nær undantekningalaust voru samstarfsmenn mínir þeirrar skoðunar, að Hlynur Ben, hefði verið hápunktur dagsins og um lítið annað rætt í vinnunni eftir helgina en frábæra frammistöðu hans.
Eins og landskunnur íþróttalýsandi lét hafa eftir sér eitt sinn í handboltalandsleik um ótrúlega frammistöðu tiltekins leikmanns: „Hvaðan kom hann? Hvert er hann að fara? HVAÐ ER HANN?“. Að öllu gamni slepptu var Hlynur Ben hverrar krónu virði og við munum vafalaust fá hann til að skemmta okkur aftur og aftur.....!

 

Oddur Sigurðsson

Landsbankinn

Hlynur spilaði og söng ásamt hljómsveit í brúðkaupi okkar hjóna.
Hann hélt uppi gíðarlega góðri stemningu og höfðaði vel til allra aldurshópa.
Dansgólfið var gjörsamlega troðið allan tímann sem spilað var.
Ég er enn að fá athugasemdir um góða tónlist ári eftir veisluna.

 

Davíð Jónsson

Brúðkaup

Hlynur Ben ásamt hljómsveit spilaði á árshátíð hjá okkur.
Árshátíð Marel er jafnan mjög fjölmenn og hana sækir fólk á öllum aldri. Það er því ekki alltaf sem hljómsveit kvöldsins hittir í mark hjá öllum aldurshópum eins og þessi gerði.
Ánægjan var það mikil að þeir sómapiltar voru ráðnir aftur ári seinna.

Örvar Kristjánsson

Marel

Ég hef séð Hlyn spila í öllum kringumstæðum og skilar næmni hans fyrir salnum sér í því að hann er skemmtilegasti trúbador landsins!
Með hann á staðnum sé stuð.

Daníel Geir Moritz

Okkar uppáhalds túbador er klárlega Hlynur Ben, hlustuðum fyrst á hann spila á sportbar í Hafnarfirði fyir mörgum árum og höfum alltaf hrifist mikið af hvað hann spilar og syngur vel, alltaf stuð þar sem hann er.. svo kom að því að við giftum okkur og var þá snillingurinn sem betur fer laus og til í að taka þátt í stóra deginum okkar. Hann bræddi heldur betur Alla sem á staðnum voru, þvílík stemming og gleði og tónlistin ÆÐI!
Takk enn og aftur fyrir okkur elsku Hlynur !

Herdís og Orri

Brúðkaup

Ég hef farið á tónleika og Ball með Hlyni Ben bæði þar sem hann trúbbar og líka með hljómsveit, ég var mjög hrifinn af fagmensku hans og spilagleði og við réðum hann og hljómsveit til að spila á árlegu balli hjá okkur og það er skemmst frá því að segja að við réðum hann aftur því ánægjan var það mikill með hans spilamennsku og spilagleði.Það fer enginn út frá honum í fýlu og mig hlakkar alltaf til að heyra hann spila og syngja.

Guðbjartur Árnason

IKEA

Hlynur Ben er einn af okkar bestu trúbadorum.ég hef fengið hann til að trúbba bæði á Kaffi Akureyri, Mælifelli og Kaffi krók og verð ég að segja að hann er í miklu uppáhaldi hjá okkur.
Hann er fjölhæfur tónlistarmaður lipur í samskiptum og mjög vinsæll hjá staffinu okkar.
Mæli með Hlyn í hvaða verkefni sem er.

Siggi Doddi

Kaffi Akureyri, Kaffi Krókur, Mælifell

Við hjónin höfum ákaflega góða reynslu af honum Hlyn „okkar“ Ben eins og við köllum hann. Hann hefur spilað í afmælum hjá okkur og brúðkaupinu okkar svo eitthvað sé nefnt. Það sem gerir Hlyn svo sérstakan að okkar mati er þessi geislandi gleði sem fylgir honum.. og það er ekkert fake.. Gaurinn er bara svona fáranlega hress og skemmtilegur.
Mælum eindregið með Hlynsa "okkar" Ben.

Árni Rúnar Karlsson og Alma Dögg Árnadóttir

Brúðkaup og afmæli

Please reload