EINKATÍMAR

Hefur þig alltaf langað að spila á gítar, viljað vita hvernig þetta virkar allt saman og getað reddað partýinu?

Ég tek fólk bæði í einkatíma og hópanámskeið í svo kölluðum partýgítarleik.

Tímarnir eru ætlaðir algjörum byrjendum og fólki sem er orðið svolítið fast á sama staðnum og þarf aðstoð til að komast aftur á skrið. Hvort sem það er með áslátt, hljómaskiptingar eða annað sem hindrar það í að njóta þess að spila á gítarinn.

Kennslan er létt, skemmtileg og einstaklingsmiðuð.

Einkatímar eru sérsniðnir að hverjum fyrir sig.
Hvort sem þú hefur aldrei snert gítar á ævinni eða kannt svolítið á gítar og langar að læra aðeins meira.

Tímarnir fara fram á Akranesi og hver kennslustund er 30 mín.

Fyrir einstakling:
Fyrsti tími  - 7.000 kr (kennsluefni innifalið)

Hver tími eftir það kostar 4.000 kr
 

Ef tveir einstaklingar vilja nýta tíma saman er sjálfsagt að verða við því.
Fyrsti tíminn kostar þá 5.000 kr per einstakling.
Hver tími eftir það 3.000 kr á mann.

 

Tímasetning kennslustunda eftir samkomulagi

Það er hægt að bóka einn tíma í senn eða nokkra fram í tímann.

Ef 8 tímar eða fleiri eru bókaðir samtímis býð ég upp á 10% afslátt.

Hægt er að greiða á staðnum, hvort sem er með peningum eða korti.

Þegar nokkrir tímar eru bókaðir samtímis er einnig mögulegt að fá greiðsluseðil sendan í heimabanka.

Hópanámskeið

Léttir og skemmtilegir tímar þar sem að samspil og gleði er í fyrirrúmi.

Tilvalið fyrir vinahópa, fjölskyldur og samstarfsfólk.

Hvert námskeið inniheldur fjóra tíma sem fara fram einu sinni í viku, eða eftir samkomulagi.

Tímarnir geta farið fram í húsnæði á mínum vegum á Akranesi eða í húsnæði á vegum hópsins sé þess óskað.

Til að fá verðtilboð er best að senda mér skilaboð hér fyrir neðan og taka fram helstu upplýsingar.
Þá fyrst og fremst fjölda, hvaða tímasetning hentar best og annað slíkt.

Einnig möguleiki á hópatíma fyrir fyrirtæki, hvort sem um er að ræða létta innkomu eða heilt námskeið.

Gjafakort

Ef þig langar að gefa skemmtilega gjöf þá slær gítarkennsla alltaf í gegn.

Sendu mér bara skilaboð og við getum búið til pakka sem hentar hverjum og einum.

Ekki hika við að senda mér línu til að panta tíma, fá tilboð í hópanámskeið eða frekari upplýsingar.